Hlaupanámskeið
Hlaupanámskeið
Hlaupanámskeið

Hlaupanámskeið

Verð 4.500 kr. 0 kr. translation missing: is.products.product.unit_price_label translation missing: is.general.accessibility.unit_price_separator
Vsk innifalið

“Fjar”- hlaupanámskeið í gegnum lokaðan Facebookhóp ætlað byrjendum eða þeim sem eru að hefja hlaup eftir langt hlé. 

Námskeiðið er hafið og því ekki lengur hægt að skrá sig á það. 

Viltu fá tölvupóst þegar næsta námskeið er komið á dagskrá? Hér getur þú skráð þig á tölvupóstlista fyrir áhugasama.

Alls 9 vikna námskeið. Fjölbreytt fræðsla um hlaupatengd málefni einnig stuðningur og aðhald frá reyndum þjálfurum. Markmiðið er að þátttakendur byggi upp þol til að geta hlaupið í 30 mínútur án hvíldar.

Námskeiðið hefst 3. maí og kostar 4500 kr. Síðasta námskeið fylltist á 4 dögum. Fyrstir koma fyrstir fá.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er boðið upp á faglega hópfræðslu um æfingar og önnur hlaupatengd málefni auk hvatningar og aðhalds.
 • Unnið er út frá einfaldri æfingaáætlun sem gerir ráð fyrir að hlaupið sé 3 x í viku. Álag æfinga eykst hægt og rólega. Hlaupaæfingar eru á ábyrgð þátttakenda sjálfra, þar sem hver og einn hleypur á sínum hraða. 
 • Markmiðið er að þátttakendur byggi upp þol til að geta hlaupið í 30 mínútur án hvíldar og finni fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á andlegt- og líkamlegt form.
 • Stöðumat verður lagt fyrir, bæði í upphafi og lok námskeiðs. Annars vegar  í formi valkvæðrar spurningakönnunar, um líkamlega, andlega og félagslega þætti heilsu, auk þess sem þátttakendur geta tekið einfalt próf til að finna þoltölu sína. 

Skráðir þátttakendur fá tölvupóst frá SÍBS með boði í Facebookhóp nokkrum dögum fyrir upphaf námskeiðs athugið að sá póstur getur lent í "ruslinu". Ef engin póstur berst hafið samband namskeid@sibs.is.

Umgjörð þjálfunar á Facebook

 • Haldnir verða þrír hóp- fjarfundir á fyrsta degi námskeiðs, um miðbik þess og í lokin.
 • Æfingaáætlun vikunnar verður til umfjöllunar í upphafi hverrar viku.
 • Þjálfarar veita dagleg góð ráð  eftir því sem við á um s.s. hlaupaskó, hlaupafatnað,, teygjur, upphitunar- og styrktaræfingar, hlaupastíll.
 • Spurningum þátttakenda svara þjálfarar einu sinni í viku.
 • Þjálfarar fylgjast með því hvort og hvernig þátttakendum gengur að fylgja æfingaáætlun.
 • Þátttakendur deila reynslu sinni og góðum ráðum og styðja þannig við bakið á hvert öðru.

Markhópur

 • Áherslur á námskeiðinu miðast við byrjendur eða þá sem eru að hefja hlaup eftir hlé og vilja fara varlega af stað.
 • Þátttakendur verða að hafa Facebookaðgang.

Þjálfarar

Fríða Rún Þórðardóttir

Fríða er næringarfræðingur að mennt og hefur starfað í eldhúsi Landspítala síðan 1998. Fríða hefur hlaupið í 40 ár og keppti með landsliði Íslands í frjálsíþróttum í um 20 ár. Hún þjálfar nú hlaupahóp Víkings.

Ingunn Guðbrandsdóttir 

Ingunn hefur víðtæka menntun á sviði sálfræði og mannauðsstjórnunar, er heilsu markþjálfi og jógakennari. Ingunn er að auki með um 25 ára reynslu af ýmiskonar líkamsræktar þjálfun. Hún kolféll fyrir langhlaupum fyrir 3 árum síðan. Er jógakennari og aðstoðarþjálfari hlaupahóps Víkings.

Annað

Ef þú svara einhverri spurningu játandi hér á eftir, ráðfærðu þig við lækni áður en þú kemur á námskeiðið. 
 • Ertu yfir fimmtugu og hefur ekki hreyft þig lengi? 
 • Finnurðu fyrir mæði við minnstu áreynslu?
 • Ertu með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting? 
 • Finnurðu fyrir verk í brjósti við hreyfingu?
 • Finnurðu fyrir sársauka í liðum við hreyfingu?
 • Áttu það til að falla í yfirlið við áreynslu?
 • Finnurðu fyrir verk eða bólgum í hálsi, öxlum eftir þjálfun?

Deila þessari vöru