Göngunámskeið
Göngunámskeið
Göngunámskeið
Göngunámskeið
Göngunámskeið

Göngunámskeið

Verð 3.000 kr. 0 kr. translation missing: is.products.product.unit_price_label translation missing: is.general.accessibility.unit_price_separator
Vsk innifalið

Sex vikna göngunámskeið sem fer alfarið fram í lokuðum hópi á Facebook undir leiðsögn Einars Skúlasonar stofnanda gönguklúbbsins Vesen og vergangs og Önnu Bjarnadóttur íþróttafræðings . 

Námskeiðið er hafið og ekki lengur hægt að skrá sig á það.

Viltu fá tölvupóst þegar næsta námskeið er komið á dagskrá? Hér getur þú skráð þig á tölvupóstlista fyrir áhugasama.

Námskeiðið felur í sér áskorun um að stunda rösklega hreyfingu daglega alla námskeiðsdagana.

Skráðir þátttakendur fá tölvupóst frá SÍBS með boði í Facebookhóp nokkrum dögum fyrir upphaf námskeiðs athugið að sá póstur getur lent í "ruslinu". Ef engin póstur berst hafið samband namskeid@sibs.is.

Um námskeiðið
Á námskeiðinu er boðið upp á faglega hópfræðslu um fjölbreytt göngutengd málefni auk hvatningar og aðhalds.

 • Áherslur á námskeiðinu miðast við þá sem vilja koma sér af stað í reglulega hreyfingu og byggja upp þol með því að stunda gönguæfingar.
 • Námskeiðið getur verið góður grunnur fyrir léttar fjallgöngur eða þá sem stefna á hlaupanámskeið SÍBS fyrir byrjendur.
 • Unnið er út frá einfaldri æfingaáætlun sem gerir ráð fyrir gönguæfingum 3 til 4 sinnum í viku og þess á milli séu stundaðar annars konar æfingar. Álag æfinga eykst hægt og rólega en æfingar eru á ábyrgð þátttakenda sjálfra.
 • Markmiðið er að þátttakendur byggi upp þol til að geta gengið rösklega í að minnsta kosti 30  mín eða lengur án hvíldar og finni fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á andlegt- og líkamlegt form.

Umgjörð þjálfunar á Facebook

 • Alla virka daga setja þjálfarar  inn stöðufærslur með fræðslu og hvatningu.
 • Haldnir verða fjarfundir með þjálfurum, á fyrsta degi námskeiðs, um miðbik þess og í lokin.
 • Æfingaáætlun vikunnar verður til umfjöllunar í upphafi hverrar viku.
 • Þjálfarar setja inn fræðsluefni og veita góð ráð eftir því sem við á s.s. um skó, göngufatnað, teygjur, upphitunar- og styrktaræfingar, gönguleiðir, markmiðssetningu, skráningu á hreyfingu og skipulag.
 • Spurningum þátttakenda svara þjálfarar reglulega.
 • Þjálfarar fylgjast með því hvort og hvernig þátttakendum gengur að fylgja æfingaáætlun og gefa góð ráð eftir því sem við á.
 • Þátttakendur deila reynslu sinni og góðum ráðum og styðja þannig við bakið hvert á öðru.

Markhópur

 • Áherslur á námskeiðinu miðast við þá sem hreyfa sig að jafnaði lítið eða þá sem eru að hefja reglulega hreyfingu eftir hlé.
 • Þátttakendur verða að hafa Facebookaðgang.

Þjálfarar

Einar Skúlason
Einar er með langa reynslu af gönguleiðsögn og þjálfun á því sviði. Hann stofnaði gönguklúbbinn Vesen og vergang árið 2011 og hefur leitt hópa í mörg hundruð ferðir um allt land auk þess að starfrækja reglubundnar göngur á mismunandi erfiðleikastigi. Hann stofnaði jafnframt gönguappið Wapp-Walking app og hefur skrifað bækur um gönguleiðir.

Anna Bjarnadóttir
Anna er íþróttafræðingur að mennt og hefur verið íþróttakennari í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til fjölda ára og sér nú einnig um hreyfingu eldri borgara þar í bæ. Anna stundar reglulegar göngur hingað og þangað um náttúru Íslands og hefur ástríðu fyrir bættri lýðheilsu og aukinni hreyfingu almennt. 


Deila þessari vöru