
HLAUPANÁMSKEIÐ
Tíu vikna hlaupanámskeið á Facebook undir leiðsögn reyndra þjálfara. Mikil fræðsla, stuðningur og aðhald.
Námskeiðið er opið öllum, hvar á landi sem er. Áherslur miðast við byrjendur eða þá sem eru að hefja hlaup eftir hlé.
Hver og einn hleypur á sínum hraða en unnið er út frá einfaldri æfingaáætlun þar sem álag æfinga eykst hægt og rólega í takt við getu hvers og eins. Hlaupatengdu fræðsluefni er svo komið á framfæri við þátttakendur í gegnum myndbönd, stöðuuppfærslur og fjarfundi. Vikulegir spjallfundir með þjálfurum.
Markmiðið er að þátttakendur nái að byggja upp þol til að geta hlaupið í 30 mínútur án hvíldar.